Gestgjafarnir hefja leik og riðill dauðans

Jamal Musiala verður í stóru hlutverki hjá Þýskalandi.
Jamal Musiala verður í stóru hlutverki hjá Þýskalandi. AFP/Uwe Kraft

Evrópumótið í knattspyrnu karla í Þýskalandi hefst eftir þrjá daga með leik Þýskalands og Skotlands í München. Morgunblaðið ætlar á næstu dögum að taka riðla mótsins fyrir, tvo í senn.

Í A-riðli eru gestgjafar Þýskalands, Skotland, Sviss og Ungverjaland og í B-riðli eru ríkjandi Evrópumeistarar Ítalíu, Spánn, Króatía og Albanía. Riðlarnir tengjast að öðru leyti en með bókstöfum því liðin sem hafna í öðru sæti í hvorum riðli fyrir sig mætast í 16-liða úrslitunum.

Tvö lið komast áfram úr hvorum riðli auk þess sem fjögur af þeim sex liðum sem enda í þriðja sæti riðlanna komast líka í 16-liða úrslit.

Þjóðverjar valdið vonbrigðum

Þýskaland hefur valdið miklum vonbrigðum á síðustu þremur stórmótum en liðið komst ekki upp úr riðlinum á síðustu tveimur heimsmeistaramótum og aðeins í 16-liða úrslit á EM 2021. Þjóðverjar eru þó með ungt, efnilegt og öðruvísi lið í ár. Miklar væntingar eru bundnar við jafnaldrana Florian Wirtz og Jamal Musiala.

Síðan var mikill hvalreki fyrir Þjóðverja að Toni Kroos ákvað að koma aftur og spila sitt síðasta mót á ferlinum á heimavelli í sumar. Hvað sem gerist er nokkuð ljóst að Þjóðverjar eru langlíklegastir til að vinna A-riðilinn.

Mun reynslan hafa áhrif?

Hvað varðar hin þrjú liðin er erfitt að segja en þau eru öll nokkuð jöfn fyrir mót. Sviss hefur staðið sig hvað best af liðunum og er með mestu reynsluna þegar kemur að stórmótum undanfarin ár. Leikmenn eins og Granit Xhaka og Manuel Akanji munu þá ýta liðinu áfram en Xherdan Shaqiri virðist einnig alltaf stíga upp á stórmóti.

Greinina má sjá í heild sinni í Morgunblaði dagsins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin