David Seaman leggur skóna á hilluna

David Seaman, landsliðsmarkvörður Englands í knattspyrnu til margra ára, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna. Seaman, sem verður 41 árs á þessu ári, meiddist í öxl í leik með Manchester City gegn Portsmouth á dögunum og þar sem ljóst var að hann yrði frá í nokkurn tíma af þeirra völdum ákvað hann að hætta strax í stað þess að bíða með það til vorsins.

Árni Gautur Arason, landsliðsmarkvörður Íslands, er til reynslu hjá Manchester City þessa dagana og fram hefur komið áhugi hjá Kevin Keegan, knattspyrnustjóra félagsins, um að semja við hann til vorsins. Manchester City er líka talið vilja fá David James, markvörð West Ham og enska landsliðsins, í sínar raðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert