Beckham aftur til Arsenal

Beckham æfir aftur með Arsenal
Beckham æfir aftur með Arsenal Reuters

Ekki liggur ljóst fyrir hvort það er stórkostleg aðstaðan, skemmtilegur félagsskapur eða nútímalegar þjálfunaraðferðir Arséne Wenger en David Beckham mun enn á ný æfa með aðalliði Arsenal fyrir leiktíðina í MLS í Bandaríkjunum.

Það er ekki í fyrsta sinn sem Beckham æfir með Arsenal en hlé á boltasparkinu vestanhafs eru nokkuð algeng og þetta gerir hann til að halda sér við og finnur vart betri stað til.

Engu að síður velta margir fyrir sér hvernig standi á því að hann fljúgi þá ekki til síns gamla klúbbs Manchester United í stað þess að vingast við erkióvini þess liðs er hann dýrkar mest. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert