ÍA getur mætt Manchester City

Fyrsti opinberi leikur Mark Hughes með lið Manchester City gæti ...
Fyrsti opinberi leikur Mark Hughes með lið Manchester City gæti hugsanlega verið gegn Skagamönnum. Reuters
Valur og FH eru í efri styrkleikaflokkum fyrir dráttinn til fyrstu umferða í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og UEFA-bikarsins í knattspyrnu næsta þriðjudag. ÍA er hinsvegar í neðri styrkleikaflokki í UEFA-bikarnum og gæti mætt Manchester City en enska liðið þarf að byrja strax í 1. umferð þar sem það kom inn í keppnina í gegnum háttvísimat UEFA.

Valur getur mætt eftirtöldum liðum: BATE (Hv.-Rússlandi), Levadia (Eistlandi), Inter Baku (Aserbaídsjan), Dinamo Tirana (Albaníu), Pyunik (Armeníu), Aktobe (Kasakstan), Linfield (N-Írlandi), Llanelli (Wales), NSÍ (Færeyjum), Dudelange (Lúxemborg), Valletta (Möltu), Santa Coloma (Andorra), Buducnost (Svartfjallalandi), Murata (San Marino).

FH getur mætt eftirtöldum liðum: Vetra Vilnius (Litháen), Cork City (Írlandi), St. Patrick's (Írlandi), Flora (Eistlandi), TVMK (Eistlandi), Glentoran (N-Írlandi), Cliftonville (N-Írlandi), Bangor City (Wales), The New Saints (Wales), EB/Streymur (Færeyjum), B36 (Færeyjum), Grevenmacher (Lúxemborg), Racing Union (Lúxemborg).

ÍA getur mætt eftirtöldum liðum: Man. City (Englandi), FC Köbenhavn (Danmörku), Bröndby (Danmörku), Viking (Noregi), Midtjylland (Danmörku), Nordsjælland (Danmörku), Djurgården (Svíþjóð), Kalmar (Svíþjóð), Haka (Finnlandi), Honka (Finnlandi), Liepaja (Lettlandi), Olimps Riga (Lettlandi), Suduva (Litháen). vs@mbl.is

Bloggað um fréttina