Ferguson: Peningar eru ekki nóg

Alex Ferguson varar nágrannana í Manchester City við.
Alex Ferguson varar nágrannana í Manchester City við. Reuters

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sent grönnum sínum í Manchester City viðvörun um að það sé ekki nóg að hafa næg fjárráð til að kaupa bestu leikmenn heims. Það þurfi líka að búa til lið sem sé sigursælt.

Ferguson segir þetta í viðtali í tímariti Manchester United í dag. „Það er fínt að hafa ótakmörkuð fjárráð en það eru ekki allir til sölu. Það kom vel í ljós í sumar. Við vildum ekki selja Ronaldo, önnur félög vildu ekki selja sína bestu menn, og það eru takmörk fyrir því hvaða leikmenn eru á lausu," sagði Ferguson og minnti á hvernig fór fyrir Sunderland á sjötta áratug síðustu aldar.

„Sunderland var kallað "Englandsbanki" vegna góðrar peningastöðu sinnar en samt féll liðið um deild. Peningar tryggja ekki eitt eða neitt. Það er hægt að kaupa 11 einstaklinga - það er hægt að kaupa 11 Robinhoa, en það væri ekki hægt að búa til lið úr þeim. Listin við liðsstjórnun er að byggja upp lið með réttu jafnvægi, lið með ákveðna karaktera sem passa saman - það er lykilatriðið.

Mark Hughes mun lenda í þeirri stöðu að hafa ógrynni fjár til umráða, og svo mun hann klóra sér í kollinum yfir því hvað han neigi að  gera við þá, og við það eykst pressan á honum," sagði Ferguson um fyrrum lærisvein sinn á Old Trafford sem nú stýrir liði Manchester City.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert