Blikar jöfnuðu íslenska Evrópumetið

Guðjón Pétur Lýðsson skorar fjórða mark Blika úr vítaspyrnu.
Guðjón Pétur Lýðsson skorar fjórða mark Blika úr vítaspyrnu. mbl.is/Styrmir Kári

Breiðablik jafnaði í gærkvöld met fimm annarra félaga hvað varðar stærstu sigra íslenskra karlaliða í Evrópumótunum í knattspyrnu þegar þeir sigruðu FC Santa Coloma frá Andorra, 4:0, á Kópavogsvelli í fyrstu umferð Evrópudeildar UEFA.

Þetta er í sjötta sinn sem íslenskt lið vinnur fjögurra marka sigur í Evrópuleik. ÍA vann Omonia frá Kýpur 4:0 árið 1975, Keflavík vann Etzella 4:0 í Lúxemborg árið 2005, FH vann Grevenmacher 5:1 í Lúxemborg árið 2008, KR vann ÍF Fuglafjörð frá Færeyjum 5:1 árið 2011 og Þór vann Bohemians frá Írlandi 5:1 árið 2012.

Sjá nánar um Evrópuleiki íslensku liðanna í íþróttablaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert