Á góða möguleika að slá met

Mohamed Salah.
Mohamed Salah. AFP

Egyptinn Mohamed Salah í liði Liverpool á góða möguleika á að slá markametið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu frá því liðunum var fjölgað í 20.

Salah hefur skorað 28 mörk í deildinni á tímabilinu en metið 20 liða deild, 34 mörk, er í eigu þriggja leikmanna sem eru Alan Shearer (1995-96), Cristiano Ronaldo (2007-08) og Luis Suárez (2013-14).

Liverpool á eftir að spila sjö leiki og liðið verður í eldlínunni í hádeginu á laugardaginn en þá sækir það lið Crystal Palace heim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert