Huddersfield vann loks sinn fyrsta leik

Christopher Schindler fagnar sigurmarki Huddersfield ásamt liðsfélögum sínum í kvöld.
Christopher Schindler fagnar sigurmarki Huddersfield ásamt liðsfélögum sínum í kvöld. AFP

Huddersfield krækti í sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á tímabilinu með sigri á nýliðum Fulham, 1:0, í uppgjöri botnliðanna í kvöld.

Huddersfield var fyrir leikinn eina liðið án sigurs í deildinni, en mark Christopher Schindler á 29. mínútu tryggði liðinu sinn fyrsta sigur. Huddersfield tvöfaldaði þar með stigafjölda sinn eftir að hafa gert þrjú jafntefli og er nú með sex stig eins og Newcastle en með lakari markatölu.

Botnbaráttan er mjög jöfn eftir þessi úrslit, en stigi á eftir Newcastle og Huddersfield koma Cardiff og Fulham með fimm stig. Ellefu umferðum er lokið af deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert