Af hverju gerir einhver svona lagað?

Pierre-Emerick Aubameyang var nýbúinn að skora fyrir Arsenal þegar bananahýðinu …
Pierre-Emerick Aubameyang var nýbúinn að skora fyrir Arsenal þegar bananahýðinu var kastað úr stúkunni. AFP

Lögregla hefur handtekið stuðningsmann Tottenham sem kastaði bananahýði inn á völlinn í átt að Pierre-Emerick Aubameyang eftir að Arsenal-maðurinn skoraði úr vítaspyrnu í 4:2-sigrinum á Tottenham í gær.

Aubameyang birti mynd á Instagram-síðu sinni þar sem sjá má bananahýðið liggja í grasinu fyrir framan framherjann, og hann spyr: „Af hverju gerir einhver svona lagað?“

Alls voru sjö áhorfendur á leiknum handteknir, þar á meðal sá sem kastaði bananahýðinu. 

„Svona hegðun er algjörlega óásættanleg og þessi stuðningsmaður mun fá bann,“ sagði talsmaður Tottenham.

Ian Wright, fyrrverandi framherji Arsenal og enska landsliðsins, tjáði sig um atvikið á BBC:

„Ég hef spilað gegn Tottenham og þurft að þola mikið af níði frá stuðningsmönnum liðsins en aldrei þó kynþáttaníð. Þetta er ekki bara Tottenham til skammar heldur til skammar fyrir ensku úrvalsdeildina vegna þess að þetta mun fréttast um allan heim,“ sagði Wright.

View this post on Instagram

#whysmandoingthis ? 🍌

A post shared by Aubameyang (@aubameyang97) on Dec 3, 2018 at 3:12am PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert