Reiður og vildi sýna að hann ætti að vera í liðinu (myndskeið)

Lið Liverpool og framherjinn Mo Salah voru til umræðu í þættinum Vellinum á Símanum Sport í gærkvöld, eftir þrennuna sem Egyptinn skoraði í sigri Englandsmeistaranna á nýliðum Leeds, 4:3, í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar á laugardaginn.

„Salah var reiður og vildi sýna að hann ætti að vera í liðinu,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson þegar hann, Gylfi Einarsson og Tómas Þór Þórðarson fóru yfir leikinn en Salah var ekki valinn í ellefu manna úrvalslið Samtaka atvinnuknattspyrnumanna fyrir tímabilið 2019-20 sem birt var á  dögunum.

Þeir ræddu fleira tengt Liverpool, slakan varnarleik liðsins, innkomu nýliðans Curtis Jones og fleira sem sjá má í myndskeiðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert