Gylfi: Tímabil Liverpool veltur á þessum mönnum

„Þegar allt er undir eru það stóru leikmennirnir sem stíga upp,“ sagði Gylfi Einarsson í Vellinum á Síminn Sport þegar rætt var um Liverpool.

Liverpool vann sannfærandi sigur gegn Fulham, 3:1, á útivelli á sunnudaginn en liðið er með 74 stig í öðu sæti deildarinnar, líkt og Arsenal sem er á toppnum. City fylgir svo fast á hæla þeirra með 73 stig en City á leik til góða á bæði lið.

Þurfa að leiða liðið áfram

„Tímabil Liverpool veltur á þessum mönnum; Virgil van Dijk, Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold,“ sagði Gylfi.

„Þessir leikmenn þurfa að leiða liðið áfram og sýna sínar bestu hliðar ef Liverpool ætlar að eiga möguleika á titilinum,“ sagði Gylfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert