Eiður Smári: Gaman fyrir okkur Íslendingana

„Heilt yfir hefur hann átt mjög góðan feril,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í Vellinum á Símanum Sport þegar rætt var um Jóhann Berg Guðmundsson og Burnley.

Jóhann Berg var á skotskónum í 4:1-sigri Burnley gegn Sheffield United á laugardaginn en Burnley er með 23 stig í 19. sætinu, þremur stigum frá öruggu sæti.

Mikill stígandi á ferlinum

„Það hefur verið mikill stígandi, sérstaklega framan af, á hans ferli,“ sagði Eiður Smári.

„Hann hefur haldið góðum dampi og það er alltaf gaman fyrir okkur Íslendingana að það sé að minnsta kosti einn að troða inn marki, á þriggja ára fresti allavega,“ sagði Eiður Smári meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert