Sjötti íslenski með 10 mörk á Englandi

Jóhann Berg Guðmundsson fagnar markinu gegn Sheffield United.
Jóhann Berg Guðmundsson fagnar markinu gegn Sheffield United. AFP/Darren Staples

Jóhann Berg Guðmundsson varð í gær sjötti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora 10 mörk í efstu deild karla í fótbolta á Englandi.

Hann skoraði þá fjórða mark Burnley í stórsigri liðsins gegn Sheffield United á útivelli, 4:1.

Þetta er sjöunda tímabil Jóhanns með Burnley í deildinni og hann hefur skorað eitt til þrjú mörk á öllum nema einu, 2021-22.

Jóhann hefur skorað mörkin gegn Liverpool (2), Crystal Palace (2), Manchester City, Cardiff, West Ham, Southampton, Brighton og nú Sheffield United. 

Íslendingarnir sex sem hafa skorað 10 mörk eða fleiri í deildinni eru:

67 Gylfi Þór Sigurðsson
55 Eiður Smári Guðjohnsen
28 Heiðar Helguson
14 Hermann Hreiðarsson
10 Jóhann Berg Guðmundsson
10 Guðni Bergsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert