Víðir Sigurðsson

Víðir hefur verið blaðamaður á íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is frá 2000 en var áður á DV 1981, Þjóðviljanum 1982-1987 og DV 1988-2000. Víðir hefur verið umsjónarmaður íþróttadeildar frá 2008. Twitter: @vidirsig

Yfirlit greina

Pedersen orðinn markahæstur

í fyrradag Daninn Patrick Pedersen er orðinn markahæstur í Pepsi-deild karla í knattspyrnu eftir að hann skoraði þrennu í 5:1 sigri Valsmanna á Eyjamönnum á Hlíðarenda síðdegis í dag. Meira »

Þetta var ekki boðlegt

í fyrradag Sindri Snær Magnússon fyrirliði ÍBV segir að frammistaða liðsins í seinni hálfleik gegn Val á Hlíðarenda í dag sé ekki ásættanleg en Eyjamenn töpuðu 5:1 eftir að hafa verið 1:0 yfir í hálfleik í viðureign liðanna í Pepsi-deild karla í fótbolta. Meira »

Jöfnuður kvenna og karla hjá Birninum

13.9. Íshokkídeild Skautafélagsins Bjarnarins í Reykjavík hefur ákveðið að jafna alfarið aðstöðu leikmanna í meistaraflokkum karla og kvenna hjá félaginu. Meira »

Betri leikur dugði ekki gegn Belgum

12.9. Óhætt er að segja að íslenska karlalandsliðið í fótbolta hafi í annað sinn á fjórum dögum mætt ofjörlum sínum þegar það tapaði, 0:3, fyrir bronsliði heimsmeistaramótsins í sumar, Belgum, á Laugardalsvellinum í gærkvöld í Þjóðadeild UEFA. Meira »

Eitt af átta verstu töpum Íslandssögunnar

8.9. Ósigur Íslands gegn Sviss í Þjóðadeild UEFA í St. Gallen í dag, 6:0, er í hópi verstu ósigranna í sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og fer á lista með þeim átta stærstu frá því Ísland lék fyrst landsleik árið 1946. Meira »

FH hefur úrslitaáhrif í meistarabaráttunni

4.9. Þó að FH-ingar séu ekki í baráttunni um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta á lokasprettinum, aldrei þessu vant, munu þeir hafa mikil áhrif á hvort Valur eða Stjarnan stendur uppi sem Íslandsmeistari í mótslok. Meira »

Þetta er nýr raunveruleiki

2.9. Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði knattspyrnuliðs FH, segir að það séu vissulega vonbrigði að vera ekki í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn en FH-ingar þurfi allir sem einn að taka vel á sínum málum. Meira »

Allt annar leikur ef ég hefði jafnað

2.9. Kennie Chopart, sóknarmaður KR, og Rúnar Kristinsson, þjálfari Vesturbæinga, voru sammála um að dauðafærið sem Chopart fékk í fyrri hálfleik hefði vegið afar þungt í viðureign liðsins gegn FH í Kaplakrika í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag. Meira »

Erum lítið að pæla í Stjörnunni

í fyrradag Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Valsmanna, var að vonum afar ánægður með frammistöðu liðsins í dag eftir að það vann stórsigur, 5:1, á ÍBV í Pepsi-deild karla í fótbolta, eftir að hafa verið marki undir í hálfleik. Meira »

Þrenna Pedersens í stórsigri Vals

í fyrradag Valsmenn settu enn meiri pressu á Stjörnuna í einvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í knattspyrnu í dag þegar Patrick Pedersen skoraði þrennu í 5:1 sigri þeirra á Eyjamönnum í Pepsi-deild karla á Hlíðarenda. Meira »

Verður þetta næstversti kaflinn?

13.9. Karlalandslið Íslands í knattspyrnu hefur ekki náð að vinna sigur í síðustu níu leikjum sínum, frá og með ósigri gegn Mexíkó í vináttuleik í mars. Sex aðrir tapleikir hafa litið dagsins ljós á þessum tíma, gegn Perú, Noregi, Nígeríu, Króatíu, Sviss og Belgíu, auk jafntefla gegn Gana og Argentínu. Meira »

Erum allar góðar vinkonur

11.9. „Ég er búin að vera í Breiðabliki í sex ár og liðsandinn hefur sjaldan eða aldrei verið betri. Við erum allar góðar vinkonur. Það er ekki síst því að þakka hve vel okkur hefur gengið í sumar,“ segir Fjolla Shala, lykilmaður á miðjunni hjá kvennaliði Breiðabliks í knattspyrnu sem er komið með níu fingur á Íslandsbikarinn eftir sigurinn á Þór/KA, 3:0, á Kópavogsvelli á laugardaginn. Meira »

Sara og Glódís með áfangaleiki

4.9. Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu spilar sinn 120. landsleik í dag þegar Ísland mætir Tékklandi á Laugardalsvellinum í lokaumferð undankeppni heimsmeistaramótsins 2019. Meira »

Harðskeytt lið Tékkanna

4.9. Öflugt lið Tékka á enga möguleika á að komast í umspil HM, jafnvel þó að því tækist að sigra Ísland á Laugardalsvellinum í dag og ná öðru sætinu í 5. riðli undankeppni heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta. Meira »

Maður blindast af úrslitunum

2.9. Ólafur H. Kristjánsson þjálfari FH-inga sagði að sitt lið hefði ekki endilega átt sinn besta leik á tímabilinu í dag þótt 4:0-stórsigur á KR í Pepsi-deild karla í knattspyrnu hefði verið niðurstaðan í viðureigninni í Kaplakrika. Meira »

FH-ingar léku KR grátt

2.9. FH-ingar eru komnir að hlið KR-inga í fjórða til fimmta sæti Pepsi-deildar karla í knattspyrnu eftir stórsigur, 4:0, í uppgjöri liðanna í lokaleik 19. umferðar í Kaplakrika í dag. Meira »