Víðir Sigurðsson

Víðir hefur verið blaðamaður á íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is frá 2000 en var áður á DV 1981, Þjóðviljanum 1982-1987 og DV 1988-2000. Víðir hefur verið umsjónarmaður íþróttadeildar frá 2008. Twitter: @vidirsig

Yfirlit greina

Náði ekki að jafna við Jón

16.4. Martin Hermannsson náði ekki að jafna afrek Jóns Arnórs Stefánssonar og vera í sigurliði í Evrópukeppni í körfuknattleik.  Meira »

Kominn í annan heim

9.4. „Þetta kom upp nýlega vegna þess að aðstoðarþjálfari liðsins er að taka „Pro Licence“-þjálfararéttindin í Kína í ár. Mixu óskaði eftir því að fá mig með sér og þegar ég var búinn að fá staðfestingu á að ég mætti gera þetta af fullum krafti frá stjórn sambandsins þá ákvað ég að taka slaginn,“ segir Þorlákur Már Árnason, sem frá áramótum hefur verið yfirmaður knattspyrnumála hjá knattspyrnusambandi Hong Kong, en í dag tekur hann jafnframt við starfi aðstoðarþjálfara karlalandsliðs þjóðarinnar og gegnir því út þetta ár. Meira »

Næstyngstur í 400 leiki

1.4. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson náði stórum áfanga á sínum ferli í gær þegar hann lék með Cardiff City gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Meira »

Fyrstur í 30 landsleiki

29.3. Keflvíkingurinn Davíð Snær Jóhannsson náði í vikunni sögulegum áfanga þegar hann lék með drengjalandsliðinu í knattspyrnu gegn Hvít-Rússum í milliriðli Evrópukeppninnar í Þýskalandi. Meira »

Skynsamlegt skref Arons?

20.3. Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, mun upplifa gríðarleg viðbrigði þegar hann gengur til liðs við Al-Arabi í Katar á komandi sumri, og leikur þar undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. Meira »

Viðar tilbúinn í fyrstu 12 umferðirnar

19.3. Stokkhólmsfélagið Hammarby er komið í hóp Íslendingaliða á ný en knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson samdi við félagið í gær. Meira »

Viðar fór beint í leik

18.3. Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson var vart búinn að skrifa undir samning við sitt nýja félag, Hammarby í Stokkhólmi, í dag þegar hann var kominn í búning liðsins og út á völl í æfingaleik. Meira »

Sóttur til Noregs af sænska stórveldinu

12.3. Knattspyrnuþjálfarinn Magni Fannberg var í dag ráðinn þróunarstjóri hjá sænska meistaraliðinu AIK frá Stokkhólmi en hann hefur gegnt sama starfi hjá norska félaginu Brann í Bergen frá 2016 og hafði nýlega skrifað þar undir nýjan samning til þriggja ára. Meira »

Kjartan kominn yfir hundrað mörkin

9.4. Knattspyrnumaðurinn Kjartan Henry Finnbogason er kominn í hóp þeirra Íslendinga sem hafa skorað 100 mörk í deildakeppni á ferlinum. Meira »

Réð þjálfara og verður aðstoðarmaður hans

8.4. Þorlákur Már Árnason hefur tekið við starfi aðstoðarþjálfara karlalandsliðs Hong Kong í knattspyrnu og gegnir því út þetta ár. Meira »

Dinkins var best í vetur

30.3. Brittanny Dinkins, bandaríska körfuknattleikskonan úr Keflavík, var besti leikmaður Dominos-deildar kvenna keppnistímabilið 2018-2019, að mati Morgunblaðsins. Meira »

Þriðja skipti á öldinni

27.3. Ísland mun í þriðja sinn á þessari öld eiga lið í úrslitakeppni Evrópumóts drengja 17 ára og yngri en úrslitakeppnin fer fram á Írlandi dagana 3. til 19. maí í vor. Meira »

Craion besti leikmaður vetrarins

19.3. Michael Craion, bandaríski leikmaðurinn í liði Keflavíkur, var besti leikmaður Dominos-deildar karla í körfuknattleik keppnistímabilið 2018-19, að mati Morgunblaðsins. Meira »

Reyndasta lið Íslands?

19.3. Erik Hamrén, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, getur á föstudagskvöldið stillt upp sterkasta liði sem hann hefur haft yfir að ráða frá því Svíinn tók við starfinu í ágúst 2018. Meira »

Hagstæðara hjá Liverpool?

14.3. Liverpool á eftir hagstæðari leikjadagskrá en Manchester City á lokaspretti ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal stendur best að vígi fyrir síðustu átta umferðirnar af þeim fjórum liðum sem slást um tvö sæti í Meistaradeild Evrópu en Manchester United á erfiðustu dagskrána eftir. Meira »

Sex tilboð komin í Viðar

12.3. Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson er að öllum líkindum á leið frá rússneska félaginu Rostov sem lánsmaður næstu þrjá til fjóra mánuðina. Meira »