Mörkin: Gylfi gulltryggði fyrsta sigurinn í 21 ár

Gylfi Þór Sigurðsson gulltryggði 2:0-sigur Everton á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Anfield í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti hjá Everton á útivelli gegn Liverpool síðan 1999. 

Gylfi Þór Sig­urðsson byrjaði á vara­manna­bekk Evert­on en kom inn á fyr­ir André Gomes á 59. mín­útu.

Inn­koma Gylfa hafði góð áhrif á Evert­on því á 83. mín­útu náði Dom­inic Cal­vert-Lew­in í víta­spyrnu. Gylfi fór á punkt­inn, skoraði af ör­yggi og inn­siglaði sig­ur bláa liðsins í Bítla­borg­inni. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is