Ipswich aftur í úrvalsdeildina eftir 22 ára fjarveru

Úr leik Ipswich Town gegn Huddersfield Town.
Úr leik Ipswich Town gegn Huddersfield Town. Ljósmynd/Ipswich Town

Ipswich Town fylgir Leicester beint upp í ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu eftir 2:0 sigur liðins á Huddersfield sem féll endanlega með ósigrinum.

Þetta er annað skipti á tveimur árum sem Ipswich fer upp um deild sem er stórkostlegt afrek en liðið lék í C-deildinni í fyrra.

Leeds, Southampton, West Bromwich og Norwich fara í umspil um að komast í úrvalsdeildina en Hull rétt missir af sæti þar eftir tap gegn Plymouth.

Síðustu ár hefði stigafjöldi Leeds dugað þeim upp um deild en liðið hefði þurft sigur í dag og tap frá Ipswich til þess að fara beint upp. Liðinu gekk illa í síðustu leikjum tímabilsins sem kom þeim í þessa erfiðu stöðu.

Birmingham var grátlega nálægt því að halda sér uppi um deild og vann sterkan heimasigur á Norwich en féll með 50 stig, einu stigi frá öruggu sæti. Með þeim féllu Huddersfield og Rotherham.

Portsmouth og Derby eru komin upp í B-deildina í staðinn og Bolton, Barnsley, Peterborough og Oxford United eru í umspili um þriðja sætið sem er á lausu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert