Gylfi: Mourinho er farinn að hlusta á okkur

José Mourinho stillti upp Gareth Bale, Lucas Moura. Son Heung-Min og Harry Kane í byrjunarliði Tottenham er liðið vann auðveldan sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í gær, 4:0.

Gylfi Einarsson, Bjarni Þór Viðarsson og Tómas Þór Þórðarson ræddu um leikinn á Vellinum á Símanum sport og Gylfi bendir á að þeir félagar hafi bent á að Mourinho mætti nota Bale meira en hann hefur gert til þessa á leiktíðinni, en nú sé sá portúgalski loksins farinn að hlusta á þá félaga í þættinum.

Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is