Eiður: Hef ekki verið mikill aðdáandi Xhaka

Í Vellinum á Símanum Sport í dag ræddu þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Gylfi Einarsson og Tómas Þór Þórðarson um hversu vel Granit Xhaka hefur farist það úr hendi að leika framar á vellinum hjá Arsenal á þessu tímabili miðað undanfarin ár.

Hann hefur skorað eitt mark og lagt upp fjögur á tímabilinu til þessa og leikur stórt hlutverk í sóknarleik Arse

Eiður Smári og Gylfi viðurkenndu það báðir fúslega að þeir hafi ekki verið miklir aðdáendur Xhaka í gegnum tíðina en hrósuðu honum í hástert í Vellinum í dag.

Umræðuna um Xhaka má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert