Brassi til Leicester

Tete með boltann í leik Lyon gegn Nantes fyrr í …
Tete með boltann í leik Lyon gegn Nantes fyrr í mánuðinum. AFP/Loic Venance

Leicester City hefur samið við brasilíska vængmanninn Tete út yfirstandandi tímabil. Kemur hann að láni frá Shakhtar Donetsk.

Tete er 22 ára gamall og hefur verið á mála hjá úkraínska félaginu frá 2019. Hann hefur verið á láni hjá franska liðinu Lyon frá því í mars á síðasta ári en mun nú reyna fyrir sér á Englandi.

Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu var erlendum leikmönnum í úkraínsku deildinni gert kleift af FIFA að semja við lið utan landsins fram til sumarsins 2022.

Ákvað Alþjóðaknattspyrnusambandið að framlengja þennan möguleika til sumarsins 2023 og gat Tete því samið við Leicester án þess að Shakhtar hefði nokkuð við því að segja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert