Everton kom til baka og sótti stig á Brúnna

Leikmenn Everton fagna jöfnunarmarki Ellis Simms í kvöld.
Leikmenn Everton fagna jöfnunarmarki Ellis Simms í kvöld. AFP/Glyn Kirk

Chelsea og Everton skildu jöfn, 2:2, á Stamford bridge í London í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu seinnipartinn í kvöld.

Portúgalinn Joao Felix kom heimamönnum yfir snemma í síðari hálfleik en Abdoulaye Doucouré jafnaði metin rúmlega korteri síðar. Kai Havertz kom Chelsea aftur yfir á 76. mínútu úr vítaspyrnu en Ellis Simms tryggði Everton stig á 89. mínútu með sínu fyrsta marki í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea er í 10. sæti deildarinnar með 38 stig eftir 27 leiki, 11 stigum frá Meistaradeildarsæti. Everton er í 15. sæti með 26 stig eftir 28 leiki, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert