Eitt það besta sem hefur komið fyrir Liverpool

Jordan Henderson í leik með Liverpool.
Jordan Henderson í leik með Liverpool. AFP/Paul Ellis

„Jürgen Klopp er búinn að breyta liðinu mikið og það er mun frískara en á síðustu leiktíð,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari karlaliðs FH í knattspyrnu, í Fyrsta sætinu þegar rætt var um ensku úrvalsdeildina.

Skil ekki stuðningsmennina

Jordan Henderson gekk til liðs við Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu í sumar eftir tólf ár í herbúðum Liverpool og voru margir stuðningsmenn ósáttir við ákvörðun félagsins um að láta hann fara.

„Ég skil ekki stuðningsmenn Liverpool sem hafa verið að tuða yfir því að Jordan Henderson hafi verið látinn fara,“ sagði Heimir.

„Þetta er fáránleg umræða því þetta er eitt það besta sem hefur komið fyrir Liverpool,“ sagði Heimir meðal annars.

Umræðan um ensku úrvalsdeildina hefst á 49:00 mínútu en hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert