Ef Liverpool vinnur þá fara þeir langt í ár

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. AFP/Paul Ellis

„Ég held að þetta sé leikurinn fyrir Liverpool ef þeir ætla sér að gera eitthvað á tímabilinu,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari karlaliðs FH í knattspyrnu, í Fyrsta sætinu þegar rætt var um ensku úrvalsdeildina.

Svartsýnn fyrir hönd Liverpool

Manchester City tekur á móti Liverpool í stórleik deildarinnar á Etihad-vellinum í Manchester á laugardaginn en City er með 28 stig í efsta sætinu á meðan Liverpool er í öðru sætinu með 27 stig.

„Ef Liverpool vinnur þennan leik þá held ég að liðið geti farið langt í ár,“ sagði Heimir.

„Ég er mjög svartsýnn fyrir þennan leik og það er orðið langt síðan Liverpool vann á Etihad-vellinum þannig að ég er skíthræddur við þennan leik,“ sagði Aron Elvar Finnsson, íþróttablaðamaður á mbl.is og Morgunblaðinu, meðal annars.

Umræðan um ensku úrvalsdeildina hefst á mínútu 49:00 en hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert