„Andlausir og agalausir“

Skotnýting Newcastle á tímabilinu var til umræðu í Vellinum í kvöld en Newcastle fór illa með Chelsea í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina 4:1.

Newcastle er með bestu skotnýtinguna í deildinni og fóru vel að ráði sínu gegn „andlausu og agalausu“ liði Chelsea, samkvæmt sparkspekingnum Gylfa Einarssyni. Gylfi og Jóhannes Karl Guðjónsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum að þessu sinni.

Leikmenn Chelsea gerðust sekir um dýr mistök sem kostuðu þá leikinn og sýndu ekki sínar bestu hliðar en mikill uppgangur hefur verið á liðinu undanfarið. 

Umræðurn­ar má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan, en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert