„Fáranlegt kæruleysi í gangi“

Gylfi Einarsson sagði að það væri „fáránlegt kæruleysi í gangi“ þegar hann fór yfir öll þau mistök sem leikmenn Liverpool gerðust sekir um í stórleik helgarinnar er Liverpool mætti Manchester City.

Gylfi Einarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í vellinum á Símanum sport, en enski boltinn er umræðuefni þáttarins.

Eitt af viðfangsefnum þáttarins í dag voru öll mistök leikmanna Liverpool og leti í varnarmönnum eftir að mistök voru gerð.

Umræðurnar um mistökin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert