„Hann er væntanlega alveg trylltur“

Jóhannes Karl er handviss um að Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford, sé langt frá því að vera ánægður með lokamínútur sinna manna í gær. Arsenal bar sigur úr býtum 1:0 þökk sé skallamarki frá Kai Havertz á 89. mínútu.

„Hann er væntanlega alveg trylltur. Hann ætlaði ekkert að tapa þessum leik,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, en hann, ásamt Gylfa Einarssyni, var gestur Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum í gærkvöld.

Eitt af viðfangs­efn­um þátt­ar­ins var varnarleikur leikmanna Brentford síðustu mínúturnar og hvert upplegg knattspyrnustjórans er, almennt.

Umræðurn­ar um mis­tök­in má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan, en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann Sport

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert