Leikurinn kostaði Liverpool nokkrar milljónir

Darwin Núnez lék sinn 60. leik fyrir Liverpool um helgina.
Darwin Núnez lék sinn 60. leik fyrir Liverpool um helgina. AFP/Oli Scarff

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Liverpool þurfa að greiða portúgalska knattspyrnufélaginu Benfica 8,5 milljónir punda eftir leik Manchester City og Liverpool um nýliðna helgi.

Það er breski miðillinn Mirror sem greinir frá þessu en Darwin Núnez, framherji Liverpool, lék sinn 60. leik fyrir félagið í öllum keppnum á laugardaginn gegn City.

Núnez var í byrjunarliði Liverpool en í þessum 60 leikjum hefur hann skorað 22 mörk og lagt upp önnur tíu til viðbótar.

Liverpool borgaði Benfica 65 milljónir punda fyrir Núnez sumarið 2022 og þá voru 20 milljónir, til viðbótar, árangurstengdar.

Liverpool þurfti að greiða Benfica 4,3 milljónir punda þegar hann lék sinn 10. leik fyrir félagið og við það bætast nú 8,5 milljónir fyrir 60. leikinn sem lauk með 1:1-jafntefli í Manchester.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert