Þurfa að styrkja sig ef þeir ætla að verða meistarar

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool. AFP/Paul Ellis

Lið sem er með Curtis Jones og Kostas Tsimikas í byrjunarliðinu hjá sér verður ekki meistari,“ sagði Þór Bæring Ólafsson, útvarpsmaður á K100, í Fyrsta sætinu þegar rætt var um Liverpool.

Ekki nægilega sterkir leikmenn

Manchester City og Liverpool gerðu jafntefli, 1:1, í stórleik 13. umferðar deildarinnar á Etihad-vellinum í Manchester á Laugardaginn en eftir leiki helgarinnar er City í öðru sæti deildarinnar með 29 stig en Liverpool er í því þriðja með 28 stig.

„Þetta eru ekki nægilega sterkir leikmenn,“ sagði Þór Bæring.

„Liverpool þarf að styrkja hópinn í janúar ef þeir ætla sér að verða meistarar,“ bætti Jökull Þorkelsson, íþróttablaðamaður á mbl.is og Morgunblaðinu, meðal annars við.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér en þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert