Heilt lið fjarverandi fyrir heimsókn til Manchester

Ange Postecoglou er knattspyrnustjóri Tottenham.
Ange Postecoglou er knattspyrnustjóri Tottenham. AFP/Ben Stansall

Tottenham er án ellefu leikmanna fyrir viðureignina við Englandsmeistara Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudaginn.

Tottenham var ósigrað í fyrstu tíu leikjunum á tímabilinu og var þá efst í deildinni en hefur síðan tapað þremur leikjum í röð og sigið niður í fimmta  sætið.

„Ég hef aldrei upplifað svona slæma meiðslakrísu á mínum ferli," sagði ástralski knattspyrnustjórinn Ange Postecoglou á fréttamannafundi Tottenham í dag.

Meðal þeirra sem eru fjarverandi eru Rodrigo Bentancur, Pape Matar Sarr, James Maddison, Richarlison, Ivan Perisic, Mickey van de Ven og Cristiano Romero, en sá síðastnefndi tekur út þriðja leikinn í þriggja leikja banni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert