Manchester United til rannsóknar

Fólkið veiktist eftir að það sótti viðburð á Old Trafford.
Fólkið veiktist eftir að það sótti viðburð á Old Trafford. AFP/Michael Steele

Enska knattspyrnufélagið Manchester United er nú til rannsóknar vegna veikinda gesta í veislu sem haldin var á heimavelli félagsins, Old Trafford, á dögunum. 

Adam Crafton, blaðamaður The Athletic, greinir frá. Fólk sem sótti viðburðinn á vegum félagsins tók að veikjast skömmu síðar.

Hefur nú komið í ljós að félagið bar fram hráan kjúkling til veislugesta. Félagið vildi ekki tjá sig þegar það var innt eftir viðbrögðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert