Jón Daði fór á kostum í enska bikarnum

Jón Daði Böðvarsson fagnar marki í leik með Bolton.
Jón Daði Böðvarsson fagnar marki í leik með Bolton. Ljósmynd/Bolton

Jón Daði Böðvarsson átti stórleik í 5:1-heimasigri Bolton á Harrogate Town í enska bikarnum í fótbolta í dag. 

Var leikið í annarri umferð bikarsins en Jón Daði byrjaði leikinn og skoraði þrennu í fyrri hálfleik. 

Var hann svo tekinn af velli á 65. mínútu en Bolton er komið áfram í 3. umferð bikarkeppninnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert