Ósanngjörn gagnrýni

Moises Caicedo hefur spilað 14 leiki fyrir Chelsea hingað til.
Moises Caicedo hefur spilað 14 leiki fyrir Chelsea hingað til. AFP/Glyn Kirk

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea segir að gagnrýnin á Moises Caicedo, 22 ára leikmanni liðsins, sé ósanngjörn og hann þurfi meiri tíma.

 Caicedo kom til Chelsea fyrir tímabilið á 115 milljónir punda og hefur ekki staðið undir væntingum en reglulega fengið tækifæri í byrjunarliðinu.

„Þegar við fengum hann til okkar þá vissum við hvað myndi gerast, hann er tilfinningaríkur leikmaður sem þarf tíma til að aðlagast.

Það hjálpar ekki heldur að hann er einnig reglulega í landsliðsferðalögum sem tekur á. Fer til Ekvador í hverjum mánuði, í 10-12 daga í senn og kemur stundum meiddur til baka. Það er ekki afsökun en þannig er staðan.

Í sumum tilfellum, eins og hans, þurfum við að gefa okkur tíma og vera ekki ósanngjörn á þann hátt sem við metum hann,“ sagði Pochettino.

Chelsea mætir Brighton & Hove Albion á morgun klukkan 14, sem er fyrrum félag Caicedo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert