Haaland blótar dómgæslunni

Mateo Kovacic og Erling Haaland ræða við Simon Hooper, dómara …
Mateo Kovacic og Erling Haaland ræða við Simon Hooper, dómara leiksins, eftir atvikið. AFP/Darren Staples

Knattspyrnumaðurinn Erling Haaland fór reiður af velli í jafntefli Manchester City gegn Tottenham, 3:3, í ensku úrvalsdeildinni dag og hélt síðan áfram að deila bræði sinni á X eftir leik.

Undir lok leiks var brotið á Haaland en hann hélt áfram og Simon Hooper, dómari leiksins, ætlaði fyrst að gefa hagnað.

Haaland sendi frábæra sendingu upp völlinn á Jack Grealish sem hefði getað kom­ist einn á móti mark­manni en þá hætti Hooper við að gefa hagnaðinn og allt sauð upp úr hjá City.

Haaland deildi atvikinu á X með textanum „WTF“ við myndbandið.

Erling Haaland öskrar í átt að Simon Hooper eftir leikinn.
Erling Haaland öskrar í átt að Simon Hooper eftir leikinn. AFP/Darren Staples



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert