Sex marka jafntefli í Manchester

Phil Foden kemur Manchester City yfir.
Phil Foden kemur Manchester City yfir. AFP/Darren Staples

Manchester City og Tottenham skildu jöfn í sex marka leik í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í Manchester.

City er nú í þriðja sæti deildarinnar með 30 stig og Tottenham í fimmta sæti með 27 stig.

Heung-Min Son skoraði fyrsta mark leiksins þegar aðeins sjö mínútur voru búnar. City fékk hornspyrnu sem varð til þess að Tottenham fékk skyndisókn sem Son leiddi. Hann geysist upp völlinn með Doku til varnar en hann gat ekki stöðvað Son sem skaut og boltinn endaði í netinu, 1:0 fyrir Tottenham.

Son Heung-Min fagnar markinu sem hann skoraði í dag.
Son Heung-Min fagnar markinu sem hann skoraði í dag. AFP/ Darren Staples

Aðeins tveimur mínútum síðan fékk City aukaspyrnu á góðum stað sem Alvares tók, Erling Haaland náði að skalla boltann aftur fyrir sig og hann fór þá í lærið á Son sem kom á ferðinni og varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net, staðan þá 1:1.

Á 13. mínútu hefði City auðveldlega átt að skora annað mark eftir frábæran undirbúning frá Silva. Haaland var með gott pláss í miðjum vítateig Tottenham og fjærhornið galopið en setti hann framhjá.

Jérémy Doku fékk frábært tækifæri eftir hálftíma leik, fór á hægri og hlóð í skot sem fór í þverslánna, stöngina og út.

Á 32. Mínútu skoraði Phil Foden annað mark City í leiknum eftir frábært spil hjá City.  Alvares kom hlaupandi inn í teig, fékk boltann þar og sendi hann aftur fyrir sig á Foden sem skoraði, 2:1.

Phil Foden að skjóta og skora í dag.
Phil Foden að skjóta og skora í dag. AFP/ Darren Staples

Stuttu síðar hefði City getað bætt við þriðja markinu þegar Julián Álvarez skaut í slánna og mínútu síðar skaut Haaland yfir úr flottu færi.

City byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og voru strax komnir með skot á markið á fyrstu mínútunni. Haaland var sjálfur í skot færi en lagði hann út fyrir Bernando Silva sem þrumaði boltanum á markið en Vicario gerði vel og varði.

Giovani Lo Celco jafnaði svo metin á 69. mínútu með hjálp frá Son. Hann fór í hlaup sem skapaði pláss fyrir Lo Celco sem skaut og skoraði, staðan þá 2:2.

Á 81. mínútu skoraði Jack Grealish úr svipuðu færi og Haaland fékk í upphafi leiks eftir sendingu frá Haaland sjálfur. Sendingin út í miðjan teiginn, fjærhornið opið og Grealish skoraði, 3:2 

Á 90. mínútu jafnaði Dejan Kulusevski metin fyrir Tottenham.  Johnson sendi boltann  á fjærsvæðið þar sem Kulusevski kastaði sér á boltann, hann var sterkari en Aké í loftinu og boltinn endaði í netinu.

Mateo Kovacic og Erling Haaland mjög reiðir út í Simon …
Mateo Kovacic og Erling Haaland mjög reiðir út í Simon Hooper. AFP/ Darren Staples

Í uppbótartíma kom umdeilanlegt atvik þegar  brotið var á Haaland. Simon Hooper ætlaði fyrst að gefa hagnað og Haaland sendi upp völlinn á Grealish sem var í frábæru færi og hefði getað komist einn á móti markmanni. Þá hættir Hooper við að gefa hagnaðinn og fékk hálft City liðið í andlitið á sér fyrir þennan áhugaverða dóm.

City sótti hart undir lokinn en náði ekki að koma boltanum í netið svo leikurinn endaði 3:3



Man. City 3:3 Tottenham opna loka
90. mín. Dejan Kulusevski (Tottenham) skorar 3:3- Jafna á lokamínútunni!!! Sending frá Johnson á fjærsvæðið og Kulusevski kastar sér á boltann, hann er sterkari en Aké í loftinu og boltinn endar í netinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert