Fyrsti stjórinn sem verður rekinn í úrvalsdeildinni

Paul Heckingbottom er að missa starfið sitt.
Paul Heckingbottom er að missa starfið sitt. AFP/Glyn Kirk

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Sheffield United hafa ákveðið að segja upp stjóranum Paul Heckingbottom.

Það er BBC sem greinir frá þessu en til stendur að ráða Chris Wilder í hans stað að því er fram kemur í frétt BBC.

Heckingbottom, sem er 46 ára gamall, hefur stýrt Sheffield frá árinu 2021 og kom liðinu meðal annars upp um deild síðasta vor en hann verður fyrsti stjórinn í úrvalsdeildinni á tímabilinu sem er látinn taka pokann sinn.

Sheffield United hefur hins vegar gengið afleitlega á tímabilinu og er með 5 stig í neðsta sæti deildarinnar, 5 stigum frá öruggu sæti.

Wilder þekkir vel til hjá félaginu eftir að hafa stýrt liðinu síðast þegar það lék í úrvalsdeildinni en hann stýrði Sheffield á árunum 2016 til 2021 við góðan orðstír.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert