Íhuga það alvarlega að reka stjórann

Steve Cooper er valtur í sessi.
Steve Cooper er valtur í sessi. AFP/Paul Ellis

Steve Cooper, knattspyrnustjóri Nottingham Forest, er ansi valtur í sessi þessa dagana.

Nottingham Forest steinlá á útivelli gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær, 5:0, en liðið hefur nú tapað fjórum deildarleikjum í röð.

Sportsmail greinir frá því að forráðamenn enska félagsins íhugi það alvarlega að reka Cooper, sem er 43 ára gamall, úr starfi.

Hann hefur stýrt Nottingham Forest frá 2021 og kom liðinu upp í úrvalsdeildina vorið 2022 en liðið situr í dag í sautjánda sætinu með 13 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert