Walker: Snerist um að tryggja feril minn sem lengst

Enski knattspyrnumaðurinn Kyle Walker, hægri bakvörður þrefaldra meistara Manchester City, ræddi við Tómas Þór Þórðarson á Símanum Sport um hvort hann hafi verið nálægt því að yfirgefa herbúðir félagsins í sumar.

Walker var þrálátlega orðaður við þýska stórveldið Bayern München í sumar en skrifaði að lokum undir nýjan samning sem gildir til sumarsins 2026. Þá verður hann á 36. aldursári.

„Ég hugleiddi ekki að fara annað vegna fótboltans eða skorts á drifkrafti eða vilja. Hugmyndin var einungis sú að tryggja feril minn sem atvinnumaður sem lengst.

Þetta eru mikilvæg ár fyrir mig,“ sagði Walker við Tómas Þór.

Spjall þeirra má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert