Ajax að finna taktinn

Kristian Nökkvi Hlynsson í leik með Ajax gegn PSV Eindhoven.
Kristian Nökkvi Hlynsson í leik með Ajax gegn PSV Eindhoven. AFP/Maurice van Steen

Kristian Nökkvi Hlynsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, var í byrjunarliði Ajax er liðið hafði betur gegn Sparta Rotterdam í 15. umferð hollensku úrvalsdeildarinnar.

Ajax virðist nú vera að finna taktinn eftir hörmungarbyrjun á tímabilinu. Liðið er nú í fimmta sæti deildarinnar með 24 stig, 21 stigi á eftir toppliðinu PSV Eindhoven.

Kristian var í byrjunarliði Ajax og lék hann 65 mínútur í dag á miðjunni. Hann var tekinn út af í stöðunni 2:1 þegar breytingar voru gerðar til þess að reyna halda forystunni og að lokum náðu Ajax-menn að halda út og náðu stigunum þremur.

Ajax var á botni deildarinnar fyrir um mánuði síðan og er skyndilega komið í baráttu um Evrópusæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert