Endurkoma undir Sancho komin

Jadon Sancho hefur æft utan aðalliðshóps Erik ten Hag undanfarið.
Jadon Sancho hefur æft utan aðalliðshóps Erik ten Hag undanfarið. AFP/Lindsey Parnaby

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United, segir að endurkoma Jadon Sancho í liðið sé algerlega undir honum sjálfum komin.

Hinn 23 ára gamli Sancho hefur æft utan aðalliðshóps Ten Hag eftir að hafa ekki lagt sig nægilega fram á æfingum.

Hver einasti þarf að mæta kröfum

„Hann veit hvað hann þarf að gera, þetta er undir honum sjálfum komið,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í aðdraganda leiks Manchester United og Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.

Hollendingurinn hefur verið staðráðinn í að bæta agamálin innan Manchester United síðan hann tók við liðinu fyrir um einu og hálfu ári.

„Þetta snýst um menningu og hver einasti leikmaður þarf að mæta ákveðnum kröfum.“

Á síðasta tímabili varði Sancho þremur mánuðum í baráttu við líkamlega og andlega erfiðleika. Hann hefur skorað 12 mörk fyrir United í 82 leikjum en hefur ekki leikið síðan liðið lagði Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í lok ágúst.

Leikur Manchester United og Bournemouth hefst klukkan 15 á Old Trafford, heimavelli Manchester United í dag. Mbl.is fylgist vel með og færir ykkur það helsta úr leiknum í beinni textalýsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert