Útilokar ekki að Alisson spili

Klopp útilokar ekki að Alisson spili gegn Crystal Palace í …
Klopp útilokar ekki að Alisson spili gegn Crystal Palace í dag. AFP/Oli Scarff

Jür­gen Klopp, knatt­spyrn­u­stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Li­verpool, útilokar ekki að brasilíski markvörðurinn Alisson spili leik liðsins gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Alisson lítur vel út. Ég veit ekki hvort hann sé orðinn nógu góður – ég þarf að ræða það við þjálfarateymið og læknaliðið og við Ali sjálfan auðvitað. Hann æfði eðlilega í gær,“ sagði Klopp við blaðamenn í gær.

„Ef þú missir af fimm dögum missir þú af 12 leikjum“

Ekki er sömu sögu að segja af Argentínumanninum Alexis Mac Allister að sögn knattspyrnustjórans þýska.

„Macca lítur ekki vel út. Við þurfum að meta hann frá degi til dags. Við vorum vongóð eftir leik að þetta væri ekki það alvarlegt. Þetta er ekki það alvarlegt en á þessum tíma ársins, ef þú missir af fimm dögum missirðu af 12 leikjum í raun,“ sagði Klopp og vísaði til gríðarlegs leikjaálags í desembermánuði í ensku úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert