Áfall fyrir fyrirliðann

Reece James glímir við aftanlæristognun.
Reece James glímir við aftanlæristognun. AFP/Adrian Dennis

Reece James, fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Chelsea, fór meiddur af velli í dag.

Hann varð fyrir því áfalli að meiðast aftur á leik liðsins gegn Everton í dag, en Chelsea tapaði leiknum 2:0. Reece James er búinn að vera frá vegna aftanlæristognunar meirihluta tímabilsins en þetta var einungis fimmti leikur hans á tímabilinu.

Hann þurfti frá að hverfa á 27. mínútu leiksins en þetta voru ekki einu meiðsli Chelsea-manna í dag þar sem markvörðurinn Robert Sanchez og bakvörðurinn Marc Cucurella þurftu báðir frá að hverfa í dag vegna meiðsla.

Reece James meiddist fyrst aftan í læri gegn Liverpool í fyrsta leik tímabilsins og var þá frá í tvo mánuði svo þetta lítur ekki vel út fyrir fyrirliðann. Knattspyrnustjóri Chelsea, Mauricio Pochettino, staðfesti fregnirnar að leik loknum og sagði að Reece hafi fundið fyrir í lærinu.

„Þetta er ekki gott. Hann fann verk aftan í læri. Hann er mikilvægur leikmaður fyrir Chelsea.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert