Arsenal og Liverpool berjast um miðjumann

Joao Palhinha ásamt Mohammed Salah á dögunum.
Joao Palhinha ásamt Mohammed Salah á dögunum. AFP/Paul Ellis

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Joao Palhinha hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína með Fulham frá því að gekk til liðs við liðið frá Sporting í fyrrasumar. 

Hann var við það að ganga til liðs við Bayern München í sumar en félagaskiptin hrundu á síðustu stundu. 

Arsenal og Liverpool eru á eftir miðjumanninum en bæði vilja þau styrkja liðin sín í janúarglugganum fyrir titilbaráttuna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert