Mikið áfall fyrir Manchester City

Erling Haaland.
Erling Haaland. AFP/Darren Staples

Norski markahrókurinn Erling Haaland verður ekki í leikmannahópi Manchester City sem heimsækir Luton í ensku úrvalsdeildinni í dag. 

Haaland er markahæstur í deildinni með 14 mörk í jafnmörgum leikjum en hann hefur ekki verið að finna sig í síðustu leikjum. 

Norðmaðurinn er að glíma við smávægileg meiðsli sem gæti einnig haldið honum frá leik City gegn Rauðu Stjörnunni í Meistaradeildinni í miðri viku og gegn Crystal Palace í deildinni næstu helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert