„Þeir geta ekki tapað 7:0 aftur“

Gylfi Ein­ars­son og Bjarni Þór Viðars­son voru gest­ir Tóm­as­ar Þórs Þórðar­son­ar í Vell­in­um á Sím­an­um Sport, en fjallað er um ensku úr­vals­deild­ina í fót­bolta í þætt­in­um.

Manchester United tapaði 3:0 gegn Bournemouth um helgina í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar en Bruno Fernandes, fyrirliði liðsins, fékk gult spjald og tekur því út leikbann næstu helgi þegar liðið fer í heimsókn á Anfield og mætir Liverpool. 

Gylfi Einarsson var ósáttur með Bruno og segir hann verða að passa sig betur þegar hann veit að hann er einu gulu spjaldi frá leikbanni.

Umræðurn­ar má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan, en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert