Völtuðu yfir Newcastle (myndskeið)

Enska knattspyrnufélagið Tottenham átti ekki í miklum vandræðum með Newcastle í dag í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar en Tottenham vann leikinn 4:1.

Mikil spenna var fyrir leiknum þar sem bæði lið berjast um sæti í Meistaradeild Evrópu. Tottenham hafði fyrir leikinn tapað fjórum af síðustu fimm leikjum liðsins. Tottenham-menn sýndu þó góða takta í dag sem minntu á leiki liðsins í upphafi tímabils er liðið var ósigrandi. 

Mörk og tilþrif úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert