„Hann var að gera mig geðveikan“

Darwin Núnez hefur skorað fimm mörk í ensku úrvalsdeildinni á …
Darwin Núnez hefur skorað fimm mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. AFP/Peter Powell

„Mér fannst enginn leikmaður Liverpool eiga einhverja stjörnuframmistöðu sem er skrítið því Mohamed Salah skorar tvívegis og leggur svo upp mark líka,“ sagði þáttastjórnandinn Bjarni Helgason í Fyrsta sætinu þegar rætt var um enska boltann.

Liverpool er með þriggja stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigur gegn Newcastle, 4:2, í 20. umferð deildarinnar á nýársdag á Anfield.

Hver á að skora mörkin?

Darwin Núnez fékk svo sannarlega færin til þess að skora í leiknum en hann fór illa með nokkur dauðafæri gegn Newcastle.

„Salah er að fara núna í Afríkukeppnina og maður veltir því fyrir sér hver eigi eiginlega að skora mörkin fyrir Liverpool,“ sagði Bjarni en Salah er langmarkahæsti leikmaður Liverpool í deildinni með 14 mörk.

„Ég horfði á Darwin Núnez í leiknum og hann leggur mikið á sig og stuðningsmenn Liverpool elska hann og allt það en hann var að gera mig geðveikan. Hann hefði getað spilað fram á laugardag án þess að skora mark,“ sagði Bjarni meðal annars en Núnez hefur skorað fimm mörk í 19 leikjum í deildinni á tímabilinu.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér en þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert