Skotinn fljúgandi tryggði United sigur

Markaskorar United fagna marki McTominay í dag.
Markaskorar United fagna marki McTominay í dag. AFP/Paul Ellis

Aston Villa tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag á Villa Park í Birmingham. Liðin buðu upp á stórskemmtilegan fótboltaleik sem endaði með sigri gestanna, 2:1.

Eftir sigurinn er Manchester United enn í 6. sæti með 41. stig en Aston Villa er sæti ofar með 46 stig.

Fyrsta mark leiksins skoraði danski landsliðsframherjinn Rasmus Hojlund en hann var þá einn og óvaldaður eftir hornspyrnu sem Harry Maguire skallaði fyrir hann. Hojlund gerði engin mistök og kom boltanum í netið framhjá Emiliano Martinez, markverði Aston Villa.

Leikmenn Manchester United fagna marki Rasmus Hojlund í dag.
Leikmenn Manchester United fagna marki Rasmus Hojlund í dag. AFP/Paul Ellis

Heimamenn náðu að jafna á 67. mínútu en þar var að verki Douglas Luiz en hann kom boltanum í netið eftir mikinn barning inni í vítateig gestanna. Allt orðið jafnt og enn nægur tími fyrir sigurmarkið.

Það kom að lokum á 86. mínútu þegar að varamaðurinn Scott McTominay skoraði sitt sjöunda mark á tímabilinu með frábærum skalla af stuttu færi eftir stórkostlega fyrirgjöf frá Diogo Dalot. Leikmenn Manchester United ærðust af fögnuði ásamt stuðningsmönnum sínum og ljóst var að Manchester United væru að sigla heim afskaplega mikilvægum sigri.

Douglas Luiz og liðsfélagar hans fagna jöfnunarmarki Aston Villa í …
Douglas Luiz og liðsfélagar hans fagna jöfnunarmarki Aston Villa í dag. AFP/Paul Ellis

Næsti leikur Aston Villa er laugardaginn 17. febrúar nk. gegn Fulham en Manchester United fer næst í heimsókn til Luton þann 18. febrúar.

Aston Villa 1:2 Man. Utd opna loka
90. mín. Ollie Watkins (Aston Villa) á skalla sem er varinn Matty Cash á fyrirgjöf sem Watkins nær að skalla að marki en skallinn fer beint á Onana.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert