Eiður Smári: Enn þá með efasemdir um Höjlund

Í Vellinum á Símanum Sport í gær var rætt um gott gengi Rasmus Höjlund, sóknarmanns Manchester United, að undanförnu.

Eftir að hafa mistekist að komast á blað í fyrstu 14 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni hefur Höjlund nú skorað fimm mörk í síðustu fimm deildarleikjum.

„Hvort þetta sé maðurinn til að koma United á þetta plan sem þeir vilja vera á, er ég enn þá með mínar efasemdir. Hann er duglegur, hann er sterkur.

Mér finnst hann ekki nógu góður í fótbolta, ekki nógu góður í samspili. Mér finnst fyrsta snertingin hjá honum oft taka of langan tíma til þess að koma spilinu í gang í kringum sig.

En við tökum það ekki af honum að hann er búinn að skora fimm mörk í fimm leikjum,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert