Gylfi: Þetta er gert í fjórða flokki

Í Vellinum á Símanum Sport í gær var rætt um frábæran árangur Arsenal í að nýta sér föst leikatriði til að skora mörk í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Alls eru mörkin í deildinni eftir föst leikatriði orðin 16, þar af 11 eftir hornspyrnur.

„Þetta er ekkert flókið. Heyrðu, farðu á markmanninn. Þetta er gert í fjórða flokki,“ sagði Gylfi Einarsson.

Umræður Gylfa, Tómasar Þórs Þórðarsonar og Eiðs Smára Guðjohnsen má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert