Meiddist illa gegn United

Boubacar Kamara verður lengi frá.
Boubacar Kamara verður lengi frá. AFP/Henry Nicholls

Franski knattspyrnumaðurinn Boubacar Kamara sleit fremra krossband í hné í 1:2-tapi liðs hans Aston Villa fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær og verður því lengi frá æfingum og keppni.

The Athletic greinir frá því að Kamara hafi meiðst í síðari hálfleik og að myndatökur hafi leitt í ljós slit á krossbandinu.

Þar kemur fram að miðjumaðurinn megi búast við því að vera frá í um fimm til sex mánuði en þó er algengara að knattspyrnumenn séu frá í um níu mánuði vegna krossbandaslita.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert