Verðlaunaður fyrir frábæra frammistöðu

Leon Bailey ásamt knattspyrnustjóranum Unai Emery.
Leon Bailey ásamt knattspyrnustjóranum Unai Emery. AFP/Adrian Dennis

Jamaíkumaðurinn Leon Bailey hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnufélagið Aston Villa. 

Bailey gekk til liðs við Aston Villa sumarið 2021 og hefur síðan leikið 87 leiki með liðinu þar sem hann hefur skorað 16 mörk. 

Bailey er að eiga sitt langbesta tímabil með Aston Villa núna. Hann hefur skoraði sjö mörk og lagt önnur sex upp í 22 leikjum þar sem hann byrjaði helming þeirra. 

Aston Villa er í mikilli Meistaradeildarbaráttu en liðið er með 46 stig í fimmta sæti deildarinnar, stigi á eftir Tottenham í fjórða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert